PRENT┌TG┴FA
Akstursíþróttasvæði - Ökugerði
Ökugerðið Akureyri leigir aðstöðu við Hlíðarfjallsveg á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar. Þar hefur verið komið upp fullkomnu ökugerði í samræmi við ströngustu kröfur. Á svæðinu eru fimm æfingabrautir; 200 m löng malarbraut til æfinga á akstri á malarvegum, 100 m löng malbikuð braut til þjálfunar í akstri og viðbrögðum, 80 m löng braut til að æfa akstur útaf malbikskanti. Þá eru tvær hálkubrautir þar sem ökunemar fá tækifæri til þess að kynnast akstri í hálku í vernduðu umhverfi. Einnig er verið að koma upp á svæðinu kennslustofu og aðstaðu fyrir veltibíl og beltasleða. Þeir nemendur sem ekki hafa lokið ökuprófi þurfa að vera búnir að taka 12 ökutíma og Ö1 og Ö2. Ef Ö3 er tekið fyrir ökupróf þarf nemandi að taka lágmark 15 ökutíma hjá ökukennara í stað 16 annars.

Upplýsingar um starfsemi ökugerðisins gefur forstöðumaður, Kristinn Örn Jónsson ökukennari í síma 892-9166 og kristinnjons@hotmail.com


 

 

Ökugerði Akureyri ehf - okugerdi@okugerdi.is