Ökugerðið Akureyri - alvöru ökugerði
Ökugerðið Akureyri ehf, Hlíðarfjallsvegur 13, 603 Akureyri, kt. 490310-1930.
Sími +354 859 5800. Netfang: okugerdi@okugerdi.is
Trúnaður og vernd persónuupplýsinga
Ökugerðið heitir viðskiptavinum fullum trúnaði varðandi greiðslur á vefnum.
Greiðslumáti
Greiða má námsgjöld til Ökugerðisins með greiðslukorti ( MasterCard/Visa ) í gegnum örugga greiðslugátt Valitor.
Verð
Verð hverju sinni er í samræmi við upplýsingar á heimasíðu félagsins hverju sinni. Um er að ræða ökukennslu og starfsemi þar að lútandi og ber hún ekki virðisaukaskatt. Ökugerðið endurgreiðir ekki námsgjöld nema að um óviðráðanlegar aðstæður sé að ræða t.d. veðurfar eða annað slíkt. Reglur um tímamörk greiðslu er að finna á heimasíðu Ökugerðisins.
Skilmálar
Við skráningu á námskeið skal geiðandi/nemandi hafa kynnt sér þær kröfur sem gerðar eru til þess að mega fara í þetta nám sem um ræðir, (Ö3) sem kallað er. Nemandi velur sér þann tíma sem hann vill koma og ber sjálfur ábyrgð á að mæta þá stundvíslega.
Staðfesting
Kvittun er send rafrænt um leið og staðfesting berst frá kortagátt um greiðslu. Staðfestingu á þáttöku í námi fær nemandi í námskeiðslok.
Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra.