Ö3 - Ökugerðið Akureyri
- Ökugerðið Akureyri ehf heldur námskeið í Ö3. Þetta er bæði bóklegt og verklegt nám. Í bóklega hlutanum er farið yfir fyrirbyggjandi aðgerðir vegna umferðarslysa, rætt um öryggisbúnað í bílum og rétta notkun hans o.fl. Verklegi hlutinn er akstur við ýmsar erfiðar aðstæður, finna muninn á að nauðhemla á auðu malbiki og á hálkubrautum, svigakstur o.fl. Einnig er farið í bílbeltasleða og veltibíl. Notaðir eru VW polo bílar sjálfskiptir við aksturinn. Þessir bílar eru eingöngu notaðir í ökugerðinu. Boðið er upp á námskeið alla virka daga ef veður og þátttaka leyfir (3-4 nem.) og tekur hvert námskeið c.a. 3,5 klst.
- Ökuskóli 3 ( Ö3 ) v/Hlíðarjallsveg, Aksturssvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
- Til að skrá þig í Ö3 veldu dag og tíma og smelltu á "Skráning" hér neðar á síðunni.
- Greitt er með greiðslukortum. Ganga þarf frá greiðslu strax að skráningu lokinni.
- Námskeiðið kostar kr. 51.000.
- Nemandi sem þegar hefur staðist verklegt ökupróf þarf að framvísa ökuskírteini.
- Þeir sem ekki uppfylla lágmarkskröfur, þ.e. Ö1 ásamt 10 ökutímum fá ekki að fara á námskeið.
- Boðið er upp á námskeið á ensku. Þeir sem vilja notfæra sér það smellið á flipann "English" hér ofar á síðunni.
- Netfang Ökugerðisins er okugerdi@okugerdi.is og síminn 859 5800
- Leggðu vel á minnið hvaða dag og klukkan hvað þú bókaðir þig á námskeið. Ef námskeið fellur niður verður haft samband.